Hér með er boðað til íbúafundar í Eyja- og Miklaholtshrepp föstudaginn 27. janúar 2017 kl. 14:00 að Breiðabliki.

Eftirfarandi verður tekið fyrir.
- Breiðablik – Gestastofa fyrsta skref. Margrét Björk Björnsdóttir og Ragnhildur Sigurðardóttir kynna niðurstöðu úr þarfagreiningu á nýtingu heimamanna á Breiðabliki og viðhorfum þeirra til þess, ef til kæmi að sú ákvörðun yrði tekin að leigja Svæðisgarðinum Snæfellsnes húsið undir Gestastofu.

- Farið yfir verkefnið betra ljós – Ísland ljósleiðaratengt og þar með verði því formlega lokið að hálfu sveitarfélagsins.

Veitingar verða í fundarlok.

18. janúar 2017
Eggert Kjartansson
oddviti Eyja- og Miklaholtshrepps