Sælir ágætu íbúar.

Á síðasta fundi hreppsnefndar var ákveðið að breyta sorphirðu í sveitarfélaginu. Íbúar hafa verið duglegir að flokka þannig að endurvinnslutunnan er bara allt of lítil meðan almennt sorp hefur minnkað.

Sorpið verður væntanlega sótt á morgun, 15. og eftir það munum við setja endurvinnsluna í stærra karið og almennt sorp í minna karið.
Síðan má núna setja netið utan af rúllunum í gáminn fyrir rúlluplast en það þarf að setja það í einhverja poka og setja kross á hann. Það má EKKI fara net í gámanna fyrir rúlluplastið nema í pokum. Ástæða þess er sú að netin flækjast í færiböndunum hjá Gámaþjónustunni.

Vil biðja ykkur um að aðstoða mig við að láta þetta berast um sveitina.

Frábært hvað þið eruð búin að vera dugleg að flokka ruslið og við skulum endilega halda áfram á þeirri braut.

Eins er gott ef við tryggjum að það verði gott aðgengi að sorpílátum nú þegar veður er að versna.

 

Með kveðju,

Eggert Kjartansson
oddviti Eyja og Miklaholtshrepps
eyjaogmiklaholtshreppur@vortex.is