Jörðin liggur í miðjum gamla Miklaholtshreppnum og er þríhyrningslöguð. Landið er allt milli ánna Fáskrúðar að vestan og Kleifár og Láxár að austan. Að norðan er bein sjóhending er ræður mörkum á móti Borg

Landið er mest mýrlendi, þó eru þurrlendismóar meðfram ánum, og þvert gegnum það þar sem þjóðvegurinn liggur.

Það er gott ræktunarland. Beitiland er gott og vetrarbeit góð.

Jörðinni fylgir laxveiði í Straumfjarðará, og einnig er nokkur veiði í Laxá.

Á melnum austan við íbuðarhúsið er sóknarkirkja sveitarinnar.

Nokkru austar er félagsheimili hreppsins Breiðablik

Heimildir

Byggðir Snæfellsness 1977 bls 285

Loftmynd Mats.is

Ábúendur: 

Gunnar Kristjánsson, Sigursteinn Sigurvinsson og Kristján Sigurvinsson.