Landið liggur norðan við Borgarholt en austan Lágafellslands. Það er sambland af brokflóum, kjarlendisásum og fjalllendi í Hofsstaðarhálsi er nær norður að Baulárvallavatni.

Landið er mjög stórt og fjölbreytilegt að gerð. Nokkuð er af þurrum móum og melum, sem er gott ræktunarlandí miðju landi norðan þjóðvegar. Þar er skjólgott mjög og veðrasælt. Fjárland er gott.

Heimildir

Byggðir Snæfellsness 1977 bls 291