Söðulsholt er fyrsta býli vestan Núpár, sunnan þjóðvegar. Húsin eru í hvarfi frá þjóðvegi undir klettaborgum.

Landið liggur meðfram Núpá inn í Núpudal.

Vetrarbeit er góð og niðurlandið er grösugt og gott til ræktunar.

Árið 1998 kaupir núverandi eigandi, Einar Ólafsson, jörðina og hefur stundað þar hrossarækt, skógrækt, línrækt og nú síðast byggrækt.

Hestamiðstöðin Söðulsholt er aðskilin frá rekstri jarðarinnar Söðulsholt ehf, en Hestamiðstöðina reka þau Halldór Sigurkarlsson og Iðunn Silja Svansdóttir og búa þau í Hrossholti.

Hestamiðstöðin Söðulsholt heldur úti heimasíðu sem má sjá hér

Heimildir

Byggðir Snæfellsness 1977 bls 277

Loftmynd Mats.is

Ábúendur: 

Einar Ólafsson