Sveitarstjórn Eyja- og Miklaholtshrepps hefur lagt fram drög að tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi til kynningar á vinnnslustigi í samræmi við 2. mgr. 30. gr skipulagslaga nr. 123/2010 og lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
Þetta þýðir að tillagan er nálægt endanlegri mynd en enn er svigrúm til lagfæringa og betrumbóta ef ábendingar berast um slíkt. Sveitarstjórn mun skoða allar slíkar ábendingar áður en tillagan er lögð fram formlega og auglýst.
Mikilvægt er að íbúar, landeigendur og aðrir hagsmunaaðilar vegi og meti stefnuna sem sveitarstjórn gerir hér tillögu um og átti sig á því hvernig hún snertir eigin hagsmuni og heildarinnar.
Tillagan er einnig send ýmsum umsagnaraðilum, t.d. stofnunum sem fjalla um málefni tengd skipulaginu.
Ábendingar má senda á netfangið eyjaogmiklaholtshreppur@vortex.is eða með bréfpósti til
Eyja- og Miklaholtshreppur / Hofsstöðum / 311 Borgarnes
Ábendingar og umsagnir sendist í síðasta lagi 25. nóvember 2018.
Tillöguna má sjá á sérstökum vef sem er aðgengilegur hér:
https://sites.google.com/alta.is/ask-em