Lagning ljósleiðara í Eyja- og Miklaholtshrepp 2016

Fyrirhugað er að halda áfram lagningu ljósleiðara um Eyja- og Miklaholtshrepp sem á að veita öruggt netsamband í samfélaginu.
Gert er ráð fyrir að tengja öll ótengd lögheimili, fyrirtæki og sumarhús sem þess óska.

Auglýst er eftir:


A - Aðila eða aðilum sem sannanlega ætla að koma á ljósleiðaratengingum í Eyja- og Miklaholtshrepp á þessu ári á markaðslegum forsendum.


B - Hæfum aðila eða aðilum til að taka að sér að byggja og ef til vill reka til framtíðar ljósleiðarakerfi með stuðning frá sveitarfélaginu, komi til þess að enginn aðili svari lið A hér að ofan.


Aðilar sem óska eftir stuðningi skulu uppfylla tilteknar kröfur um fjarskiptaleyfi, fjárhagsleganstyrk, reynslu af uppbyggingu og rekstri sambærilegra kerfa, raunhæfa verkáætlun og fleira.


Áhugasamir aðilar skulu senda tilkynningu til Eyja- og Miklaholtshrepps á netfangið
eyjaogmiklaholtshreppur@vortex.is fyrir kl.12:00 föstudaginn 11. mars 2016.