Sælir ágætu íbúar.

Langar til að fara betur yfir sorpmálin með ykkur.
• Átak sumarsins.
Þið voruð mjög dugleg að tína í gámanna og við lengdum átakið þó nokkuð vegna þess. Síðan hreinsuðum við svæðin þar sem gámarnir voru og við skulum bara hafa þau hrein og fín í vetur. Síðan mun hreppsnefnd setjast yfir þær ábendingar sem komið hafa frá ykkur og kynna svo í vor fyrir ykkur hvernig við höfum hlutina næsta sumar.
• Sorphirða í sveitarfélaginu.
Fyrir nokkru síðan breyttum við um og báðum ykkur um að setja flokkunarruslið í stærra karið og almennt sorp í minna karið. Það gerðum við vegna þess að þið voruð dugleg við að flokka. Þessi breyting hefur gengið vel en það eru upp undir 90 % sem eru að flokka í samræmi við það sem á að gera. Það er frábært. Núna viljum við þróa þetta áfram hjá okkur og ná til allra. Þeir sem ekki flokka nægilega vel í stóru körin munu fá miða frá sorphirðumönnunum næst með bækling um hvernig er best að gera þetta. Síðan munum við aðstoða þá eftir bestu getu við að vinna úr því. Einnig stefnum við á að skipta á körum í haust hjá sumarbústöðunum en þar eru stóru körin og engin flokkun.

Tökum höndum saman og verðum til fyrirmyndar í þessu sem og öðru og verðum með 100 % flokkun ekki seinna en á áramótum.

Hér fyrir neðan sjáið þið link inn á heimasíðu hreppsins en þar getum við rifjað upp hvernig best er að flokka.

https://www.eyjaogmikla.is/images/skjol/endurvinnslutunna_gvest.pdf

Með kveðju,

Eggert Kjartansson
Hofsstöðum
311 Borgarnesi
8652400