Nú er verið að vinna að endurskoðun aðalskipulagsins og mikilvægt að það endurspegli áform landeigenda um landnotkun á sínum jörðum. Afmarka þarf reiti þar sem starfsemi önnur en landbúnaður á að fara fram, t.d. frístundabyggð eða iðnaður. Við endurskoðunina er lagt upp með þá afmörkun reita sem er í gildandi skipulagi og einu breytingarnar sem gerðar hafa verið eru vegna breyttra ákvæða skipulagsreglugerðar eða vegna upplýsinga sem þegar hafa borist um áform landeigenda.
Enn er ýmsum spurningum ósvarað og þess vegna hefur verið útbúinn sérstakur vefur með kortasjám þar sem landeigendur og aðrir hagsmunaaðilar geta séð afmörkunina eins og hún er núna í vinnugögnum. Þar er einnig niðurstaða flokkunar landbúnaðarlands sem Guðmundur Sigurðsson ráðunautur annaðist.
Á vefnum má koma á framfæri ábendingum um það sem betur má fara, bæði í skipulaginu og flokkun landbúnaðarlands. Einnig má hafa samband við skipulagsráðgjafann, Árna Geirsson hjá Alta, í síma 582 5000 eða senda honum tölvupóst á netfangið arni@alta.is.
Það væri gott að fá ábendingarnar fyrir lok næstu viku ( 6 október )
Vefurinn er á þessari slóð: http://geo.alta.is/em