Heil og sæl
Svæðisgarðurinn býður til fyrstu (af þremur) hringferðar um Snæfellsnes n.k. sunnudag, sjá meðfylgjandi viðburð (á facebook síðu Svæðisgarðsins).
Það væri gott ef þið gætuð dreift þessu, t.d. sett á heimasíður sveitarfélaganna.
Vonast til að sjá ykkur á sunnudaginn, við rennum blint í sjóinn með þetta en veðurspáin er góð og þetta gæti orðið bæði gagnlegt og gaman.

https://www.facebook.com/events/202347573965891/

Heima á Snæfellsnesi er nafn viðburða sem Svæðisgarðurinn Snæfellsnes hefur skipulagt og felur í sér að farnar verða þrjár hringleiðir um Snæfellsnes, stoppað á áhugaverðum stöðum og sögur lesnar úr landslaginu. Þetta verða fjölskylduvænar ferðir með áherslu á átthagafræði.

Sunnudaginn 12. ágúst er komið að fyrstu hringleiðinni og verður farið yfir Fróðárheiði og fyrir Jökul.

Dagskrá:

Kl. 12.12 Lagt af stað frá Tröð á Hellissandi.
Sameinumst í bíla eftir þörfum og höldum í Átthagastofuna í Ólafsvík. Þar verða viðkomustaðir hringferðarinnar kynntir og kaffi á boðstólum.

Stoppað verður við Bjarnarfoss, útsýnispallinn við höfnina á Arnarstapa og á Malarrifi.

Frá kl. 19.30 í Tröð.
Að lokinni hringferð ætlum við að grilla saman (þeir sem vilja, hver kemur með sitt nesti), fara í leiki og hafa gaman (allir hvattir til að taka með það sem þeim finnst skemmtilegt). Þeir sem komast ekki í hringferðina eru hvattir til að koma og grilla með okkur.

Hver ber ábyrgð: Svæðisgarðurinn Snæfellsnes. Ragnhildur Sigurðardóttir les sögur úr landslaginu.

Næsta hringferð verður um Fróðárheiði og Vatnaleið. Sú þriðja um Vatnaleið og Heydal. Dagsetningar kynntar síðar.

--
Með góðri kveðju af Snæfellsnesi
Ragnhildur Sigurðardóttir
Framkvæmdastjóri Svæðisgarðsins Snæfellsnes
Sími 8486272
www.snaefellsnes.is, Facebook