Hreppsnefnd Eyja- og Miklaholtshrepps samþykkti á fundi sínum þann 17. maí 2018
að auglýsa tillögu að deiliskipulagi í landi Miðhrauns 2 skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagstillagan felur í sér heimild til byggingar 20 frístundahúsa og eins þjónustuhúss, tveggja fjárhúsa og breytinga á núverandi fjárhúsi. Tillaga þessi er í samræmi við auglýsta tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi sveitafélagsins, þar sem deiliskipulagið nær til reita með auðkenni VÞ-13 og L-1.
Tillagan liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins að Hofsstöðum og er aðgengileg á vef sveitarfélagsins, hér.  Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast sveitarfélaginu í síðasta lagi 7. maí 2019, annaðhvort á skrifstofu sveitarfélagsins að Hofsstöðum, 311 Borgarnesi, eða á netfangið eyjaogmiklaholtshreppur@vortex.is.

F.h. sveitarstjórnar
Eggert Kjartansson oddviti