Sveitarstjórn Eyja- og Miklaholtshrepps auglýsir eftir athugasemdum við tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi sveitarfélagsins með gildistíma 2018-2038 ásamt umhverfisskýrslu. Tillagan er sett fram í greinargerð, skipulagsuppdrætti og fjórum þemauppdráttum. Þar kemur fram stefna sem skiptir íbúa og aðra hagsmunaaðila miklu máli og varðar fjölmarga þætti, svo sem þróun byggðar, landnotkun og innviði. Tillagan nær til alls lands innan sveitarfélagsins.


Tillagan er aðgengileg á vefnum með því að smella hér:


https://sites.google.com/alta.is/ask-em-augl/home


Útprentuð tillaga liggur frammi til sýnis á skrifsstofu sveitarfélagsins að Hofsstöðum og hjá Skipulagsstofnun frá 13. mars til og með 30. apríl 2019. Frestur til að gera skriflegar athugasemdir við tillöguna rennur út 30. apríl. Athugasemdum skal komið á framfæri skriflega með því að senda tölvupóst á netfangið eyjaogmiklaholtshreppur@vortex.is eða með bréfpósti til:


Eyja- og Miklaholtshreppur
Hofsstöðum
311 Borgarnes


Mótun tillögunnar, þ.m.t. kynning og samráð, er í samræmi við ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsreglugerðar nr. 90/2013. Umhverfisskýrsla er sett fram í samræmi við ákvæði laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Auglýsing þessi er skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

F.h. sveitarstjórnar
Eggert Kjartansson, oddviti