Eyja- og Miklaholtshreppur auglýsir lausa til umsóknar stöðu skólastjóra við Laugargerðisskóla
Laugargerðisskóli er fámennur leik- og grunnskóli í afar fallegu umhverfi í Eyja- og Miklaholtshreppi á sunnanverðu Snæfellsnesi. Í leikskóladeild eru nú sex börn og 17 nemendur í grunnskóladeild. Skólinn er vel búinn og við hann er íþróttahús og sundlaug. Einkunnarorð skólans eru traust – virðing – vinátta.
Leitað er að einstaklingi sem hefur metnað fyrir menntun barna og unglinga, býr yfir þekkingu og reynslu af skólastarfi, og getur veitt faglega forystu til framtíðar þar sem tekið er tillit til mismundi þarfa, áhuga og getu nemenda.

Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. ágúst 2017.
Meginverkefni skólastjóra eru að:

-veita skólanum faglega forystu og móta stefnu hans í samvinnu við starfsfólk, nemendur, foreldra og íbúa í samræmi við aðalnámskrá og lög um leik-      og grunnskóla.
-stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi skólans.
-bera ábyrgð á starfsmannamálum, s.s. ráðningum, starfsþróun og vinnutilhögun.
-bera ábyrgð á samstarfi við aðila skólasamfélagsins, innan og utan skólans.

Menntunar- og hæfniskröfur:

-Leyfisbréf sem leik- eða grunnskólakennari og kennslureynsla í leik- eða grunnskóla.
-Stjórnunarreynsla og leiðtogahæfileikar.
-Viðbótarmenntun í stjórnun menntastofnana æskileg eða nám í kennslufræði á meistarastigi.
-Góðir skipulagshæfileikar og færni í áætlanagerð og fjármálastjórnun.
-Lipurð og hæfni í samskiptum.
-Áhugi á metnaðarfullu skólastarfi og skýr framtíðarsýn.
-Vilji til að leita nýrra leiða í skólastarfi og áhugi á þróunarstarfi.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Húsnæði er á staðnum fyrir skólastjóra.

Í umsókn skal greina frá menntun, fyrri störfum og öðru því sem umsækjandi telur máli skipta og varpað getur ljósi á færni hans til að sinna stöðu skólastjóra. Umsókninni skal fylgja samantekt þar sem fram koma hugmyndir umsækjanda um skólastarfið og þróun þess. Sakavottorð skal fylgja umsókn og ábendingar um meðmælendur.

Umsóknir berist til Eggerts Kjartanssonar oddvita, Hofsstöðum, 311 Borgarnes, eða með rafrænum hætti á netfangið eyjaogmiklaholtshreppur@vortex.is fyrir 10. apríl næstkomandi. Oddviti veitir nánari upplýsingar í s. 435 6870 eða 865 2400.