Hreppsnefnd vill hér með kynna að það komi til greina að selja hreppslandið svokallaða vestan Ræktunarstöðvar sem er um 14 ha að stærð, sjá meðfylgjandi kort, og vilji gefa aðilum kost á lýsa yfir áhuga til kaupa á svæðinu. Verður að svo búnu skoðað nánar hvort sala muni fara fram og þá hvernig fyrirkomulagið yrði, en að sjálfsögðu sé allur réttur í þeim efnum áskilinn þ.m.t. til að hætta við sölu svæðisins.

Ef fleiri en einn hefur áhuga á landinu verður rætt við þá um mögulega sölu á jafnræðisgrundvelli og tekin ákvörðun með hliðsjón af hagsmunum sveitarfélagsins.

Þeir sem hafa áhuga er bent á að hafa samband við oddvita með tölvupósti á netfangið eyjaogmiklaholtshreppur@vortex.is og skal það gert eigi síðar en 8. ágúst 2015.

28. júlí 2015

Eggert Kjartansson
oddviti