Hér með er boðað til borgarafundar í Eyja- og Miklaholtshrepp sunnudaginn 11. júní 2017 kl. 11:00 að Breiðabliki.
Eftirfarandi verður tekið fyrir.
· Fundarsetning
· Farið yfir stöðu sveitarfélagsins
· Beiðni íbúa um borgarafund m.a. vegna sameiningarviðræðna við önnur sveitarfélög.

Boðið upp á hádegishressingu.
· Árni hjá Alta fer yfir vinnuna við endurskoðun á aðalskipulagi Eyja og Miklaholtshrepps.

Vil hvetja íbúa til að mæta og eiga saman samtal um málefni sveitarfélagsins.

6. júní 2017
Eggert Kjartansson
oddviti Eyja og Miklaholtshrepps