Laugargerðisskóli auglýsir eftir stuðningsfulltrúa í 100% starf næsta skólaár 2018-2019.

Við leitum að jákvæðum og liprum starfskrafti sem hefur gaman af að vinna með börnum á öllum aldri og sinna fjölbreyttum verkefnum.

Starfsvið er einkum stuðningur við nemendur og kennara skólans, í leik og starfi.

Starfslýsingu og nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 856 0465 eða í tölvupósti á skolastjori@laugargerdisskoli.is

Umsóknarfrestur er til 6. apríl 2018